sunnudagur, 27. febrúar 2005

Letidagur

Stefndi á hlaup í dag en leyfði mér þann munað að vera latur. Stundum er hvíldin akkúrat rétta æfingin. Með það að leiðarljósi fór ég í heitupottana og gufuna í Vesturbæjarlauginni og slakaði vel á meðan sonurinn og vinur hans léku sér í lauginni.....

Ég var að rifja upp ágæta heimsókn til London í fyrravor. Áður en ég fór var ég að leita að góðum hlaupaleiðum og rakst þá á heimasíðu hlaupaklúbbs sem gerir út í miðri London og heitir Serpentines. Ég fann fína leið um Hyde Park, St. James Park og Green Park sem ég hljóp í áður en dagskráin hjá mér byrjaði á daginn, já og stundum þegar dagskrá lauk líka :-). Það var meiriháttar að hlaupa um miðborg London t.d. fram hjá heimili Betu áður en bílar og venjulegt fólk var komið á stjá. En það sem var enn betra var að ég heimsótti klúbbinn á tvær hraða æfingar á tartan brautum sem voru frekar nálægt mér. Það var voðalega gaman að koma á æfingasvæðin, sneisafull af allskonar fólki og ekki veit ég hvað margir hópar voru að æfa í einu en það virtist ekki koma að sök, engir árekstrar og allt gekk vel fyrir sig. Önnur hraðaæfingin var í Chelsea hverfinu á flottum velli og þegar ég hljóp aftur upp á hótel kom mér dálítið á óvart þegar ég hljóp upp eina dýrustu verslunargötu Lundúna að sjá að íslenska sendiráðið er staðsett þar ..... Frábært að nýta tímann sinn svona þegar maður er einn á ferð - mæli með þessu.

Engin ummæli: