mánudagur, 9. janúar 2006

brettasprettir

12.00: 15mín upphitun á rólegu skokki. Æfing dagsins var svo 5x(1200m, 3mín hvíld) á 5km hraða eða hraðar. Niðurskokk 15mín. Var eiginlega hálf hissa hvað æfingin var auðveld í dag....

Sá skrítnar umræður á frjalsar.com um opnunartíma og aðgengi að nýju fínu frjálsíþróttahöllinni. Höllin virðist vera opin fyrir útvalda örfáa tíma á sólarhring. Meira að segja landsliðsmönnum er ýtt í burtu af styggum húsverði. Er hægt að láta bjóða sér svona? Hef farið á æfingabrautir í London sem eru troðfullar af fólki af öllum geturstigum að gera mismunandi æfingar. Þar voru millivegalengdahlauparar í tugatali sem flugu áfram, grindahlauparar, spretthlauparar, skokkarar af öllum getustigum, en allir voru þarna í sátt og samlyndi. Þar kann fólk að haga sér á brautunum, þ.e. kann umferðarreglur og tekur tillit hvers til annars. Ég myndi allavega vilja geta gengið inn í nýju fínu höllina, hvenær sem er, og tekið mínar æfingar þegar mér hentar - fyrir sanngjarnt mánaðargjald auðvitað.

Engin ummæli: