fimmtudagur, 5. janúar 2006

Tempó tempó

1730: Enn eitt brettahlaupið í Laugum. Reyndar er brettið alveg kjörið fyrir svona æfingar þ.a. ég er alls ekki að kvarta. Byrjaði æfinguna með 15mín upphitun og síðan hófst tempói dagsins. Setti brettið í 16.3 (3.40 tempó) og hljóp í 20mín, þurfti reyndar pitt stop e. 9mín. Var með púlsmælinn og púlsinn hékk í tempópúlsi í svona 12mín og þá hækkaði hann og var dálítið of hár það sem eftir er. Síðan hvíldi ég í 3-4mín og tók svo aðrar 20mínútur á 16.0 (3.45 tempó). Þetta var frekar erfitt fyrir mig, púlsinn fór fljótlega nálægt 180 þ.a. sem er of mikið fyrir tempófingu. Þurfti heilmiklar samningaviðræðum við sjálfan mig í seinna tempóinu. Etir 12mínútur vildi e-r púki fara að slaka á en e-n veginn náði ég seinka slökuninni og hanga á brettinu í 20mínútur. Kláraði svo æfinguna með 10mín niðurskokki. 70mín og 16km.....

Engin ummæli: