Fínar aðstæður í Powerade í kvöld. Brautin var eins og teppalögð eftir nýfallinn þéttan snjó. Allt voðalege afslappað, hljóp með Jóa, Sigurjóni og Hafsteini alveg niður að PizzaHut. Þá þurfti ég að gera pit stop. Þangað til höfðum við hlaupið létt, spjallað saman og engin æsingur í gangi. Samt á ágætis tempói. Ég fékk semsagt magaskot hjá PizzaHut en eftir að hafa róað magann kláraði ég hlaupið á ca 43 mín. Góð æfing sem passar vel inn í prógrammið. Samtals 15km með upphitun og niðurskokki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli