Loksins kominn með prógramm fyrir Hamborgarhlaupið. 1. æfing í hádeginu í dag. Hljóp 13km um hverfið í hádeginu á 59mín. Var að stika hringi í nágreninu og fann 3km, 4km og 6km hringi. Ágætt að hafa nokkra litla hringi til taks t.d. fyrir morgunhlaup. Já, og eiga smá viðbætur við aðra stærri hringi ef maður er ekki búinn að fá nóg.
Prógrammið er mest stolið úr bókinni Advanced Marathoning sem ég fékk lánaða hjá Rúnari. Tók mið af 18 vikna áætlun með 70mílna hlaupum á viku. Það byggist minna á sprettum en æfingaáætlanir undangengina ára en eftir komment frá Þorláki breytti ég aðeins planinu og bætti við nokkrum sprettæfingum og hraðaþolsæfingum. Svona er grunnurinn í prógramminu:
mán - rólegt, stundum sprettir
þri - millilangt 19-24km
mið - rólegt, stundum tvær æfingar
fim - hraðaþol (ca 20km æfingar)
fös - rólegt
lau - langt (25 - 35km)
sun - hvíld
Ef e-r vill fá prógrammið í heild sinni, þá er póstfangið mitt: birgir.saevarsson@gmail.com
Engin ummæli:
Skrifa ummæli