laugardagur, 9. apríl 2005

60 minutes

Smellti mér í Laugar kl. 10 í morgunn. Var ekki búinn að plana neitt sérstakt nema að auka hraðann í e-n tíma á æfingunni. Ég byrjaði með 3km upphitun og tók svo næstu 4 km vaxandi upp í 16.0. Þá ákvað ég að flétta inn smá intervalæfingu og tók 3*1000m spretti á 18.0 með 60sek á milli og svo bætti ég við 2mín+90sek á 20.0. Ég lokaði klukkutímanum með léttu niðurskokki, þá sýndi mælirinn á brettinu 14.2km. Rosalega fín æfing!

Engin ummæli: