06.30 var hlaupið frá Vesturbæjarlauginni. Töluverð fjölgun var í hópnum, við vorum fjögur, og var ákveðið að hlaupa upp Laugaveg, Snorrabraut, Miklatún, Lönguhlíð yfir í Suðurhlíð og þaðan sjávarsíðuna Vestur í bæ. Fínasta hlaup sem við hlupum oft á morgnana í fyrra og þá oftast hraðar en í dag. Garmin sýndi 11.5km og vorum við 57mín á leiðinni. Ekki leiðinlegt að koma heim og fá heitar lummur með sírópi í morgunmatt, nammi namm.....
12.00 hjólaði ég niður í Laugar og hljóp 6km á bretti, aðeins vaxandi. Gaman að því að aðeins vantaði einn af morgunæfingunni á brettið í hádeginu....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli