fimmtudagur, 28. apríl 2005
fimmtudagst....æfing
Mætti niður í Laugar kl. 1730 og við hlaupafélagarnir hlupum af stað með Laugahópnum. Á planinu var Poweradehringurinn á tempói. Við byrjuðum að auka hraðann þegar við komum upp í Elliðarárdal en ég fann fljótlega að ég var máttlaus, líklega vegna þess að ég gaf blóð í gær. Ég gat ekki fylgt Birki og Þorláki eftir og ákvað að beygja hjá Árbæjarlauginni. Eftir að hafa slakað á og teygt aðeins hélt ég aftur af stað og hljóp á rétt innan við 4mín/km hraða niður að undirgöngunum og svo skokkaði ég rólega niður í Laugar en tók smá sprett eftir Römblunni. Æfingin var samtals 14km og svo má kannski bæta hjólaferðinni heim við æfinguna....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli