fimmtudagur, 7. apríl 2005

interval æfing

Mér fannst ég ekki hafa tekið neina almennilega intervalæfingu í vikunni og ákvað að bæta úr því. Þar sem veður var frekar óhagstætt fyrir úti hraðaæfingu var enn einu sinni ákveðið að hlaupa á bretti. Byrjaði á 3km upphitun og tók svo 3*2000m á 17.9 með ca 2.40-3.00 hvíldum á milli. Endaði svo æfinguna með 3km niðurskokki. Semsagt 12km æfing.

Hef dálítið verið að spá í haustþonum og er mest spenntur fyrir Berlín þessa stundina.....

Engin ummæli: