laugardagur, 23. apríl 2005

millilangur laugardagur.

Í dag mættum við Birkir á LHF æfingu. Þar var Guðmundur mættur og enginn annar. Við ákváðum að hlaupa út fyrir golfvöllinn og á meðan sagði Guðmundur okkur frá Parísarþoninu. Það var fjara Nesinu og þegar við vorum komnir fram hjá Seltjörn ákváðum við í fyrsta skipti að hlaupa út að vitanum sem var mjög skemmtilegt. Guðmundur hélt þó áfram og skyldi okkur eftir þarna. Ótrúlegt en satt sátu þar gamlir vinir úr háskólanum og drukku kókómjólk með börnunum sínum. Fyndið að hitta fólk sem maður hefur ekki séð í mörg ár þarna. En eftir stutt stopp þá stefndum við á Miðborgina og fórum upp Skólavörðustíg og svo niður að Snorrabraut og út í Öskjuhlíð. Þar flautaði Formaðurinn Frantzon á okkur, alltaf gaman að fá hvatningu frá honum. Við jukum tempóið svo þegar við komum að kaffihúsinu rauða við Nauthól, þar var formaðurinn búinn að koma sér fyrir og skammaði okkur fyrir seinagang :-). En allavega þá byrjuðum við að hlaupa hraðar við kaffihúsið og héldum ca 3.55 tempói út Ægisíðuna. Æfingin varð samtals 21km, ég bætti við nokkrum metrum til að ná 21km eftir að Birkir beygði hjá lauginni. Aldrei að vita nema að laugardagsæfingarnar verði í þessum stíl - með smá kafla á ca maraþon kafla sem myndi lengjast eftir því sem nær dregur Berlínarmaraþoni. Samkvæmt prógrammi úr RunnersWorld í febrúar 2005 er mælt með svona æfingu á laugardögum og svo langri rólegri æfingu á sunnudögum. Ætli maður prófi það ekki bara á morgun.....

Engin ummæli: