Ég og Birkir hlupum frá Vesturbæjarlauginni kl. 1745 með LHF. Byrjuðum á upphitun eftir Ægisíðu og út í Nauthólsvík. Síðan jukum við tempóið og hlupum upp Suðurhlíð og niður hjá Perlunni, að Loftleiðum og stíginn að kaffihúsinu við Nauthól. Héldum síðan áfram út að dælustöð en þar lauk tempóinu. Svo var skokkað aftur upp í laug. Semsagt, hefbundið Öskjuhlíðartempó í fyrsta skipti á árinu.
Á morgun ætla ég svo að hvíla mig, hlaupa frekar stutt á laugardaginn og smá hraðaæfingu á sunnudaginn. Maður verður að fara vel með sig síðustu dagana fyrir Víðavangshlaup ÍR....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli