Þetta var virkilega góður sunnudagur. Freyja vakti mig fyrir sjö að vanda og ég gaf henni Skyrið sitt og át eitt henni til samlætis. Síðan þegar Fannar vaknaði fórum við í hjólatúr og enduðum í bakaríinu og keyptum smá bakkelsi á meðan Sigrún bakaði dýrindis lummur og hitaði cafe latte.
Við Fannar fórum svo í fótbolta upp í Melaskóla og mæðgurnar notuðu tækifærið og renndu sér í rennibrautum á sömu slóðum. Eftir boltann heimsótti Fannar vini sína og ég og Freyja hlupum út á Nes, hún sofnaði reyndar strax, og Sigrún sinnti garðinum sínum á meðan. Eftir 9km túr skilaði ég svo Freyju af mér og hélt hlaupunum áfram og hljóp til tengdó í Breiðholtið og þar biðu kræsingar að vanda, lime-terta og brauðmeti. Ég hljóp 21km í dag sem var í það mesta, dauðþreyttur.....
Við Fannar enduðum svo góðan dag því að fara með 'la grand familia' á völlinn og sjá FH sigra KR-inga auðveldlega. Ótrúlegur munur á FH og öðrum liðum í deildinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli