Þar sem ég var búinn að vera hlaupa nokkuð marga kílómetra undanfarna daga fannst mér alveg tilvalið að prófa Yasso 800 æfinguna. Ég og Jói skelltum okkur á brautina í hádeginu og náðum 8*800m með 400m joggi á milli spretta. Við hlupum 800m á ca 2.26-2.48 nema þann síðasta sem við hlupum á 2.40. Hvíldin á milli er jöfn sprettunum þ.a. maður nær að hvíla vel á milli. Þetta er rosalega fín æfing, sérstaklega þegar maður er þreyttur fyrir, og við hefðum eflaust getað tekið tvo spretti í viðbót. Við ætlum allavega að taka þessa æfingu aftur eftir svona mánuð.
Ég reikna með að Yasso æfingin sé fyrst og fremst ágætis próf á formið en nær kannski ekki að vera áfangasprettaæfing vegna þess hve hvíldin er löng á milli spretta og hraðinn er aðeins minni en í áfangasprettum. Hugmyndin með æfingunni er að ef maður nær að halda út 10 svona spretti á t.d. 2.48 þá á maður víst að geta hlaupið maraþon á 2:48.00.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli