þriðjudagur, 10. maí 2005

sprettir + 10km skokk

Birkir, Jói og ég fórum á brautina í hádeginu og ákváðum að taka 10x400m og byrja sprettina á 2mín fresti. Við hlupum nokkuð greitt og tók ég mér hvíld tvo spretti sem var fínt. Semsagt ég hljóp 8x400m og flesta á bilinu 71-76 sek. Æfingin var mjög stutt hjá mér í hádeginu og því ákvað ég að bæta við smá skokki um kvöldið

Um níuleytið skellti ég mér í hlaupagalla og fór út á Nes og svo aðeins inn á Skjólin og upp Fornhagann, akkúrat 10km hringur samkvæmt Garmin.

Engin ummæli: