þriðjudagur, 24. maí 2005

góð sprettæfing

Í hádeginu var áfangasprettaæfing á brautinni. Æfingin samanstóð af 4*400m sprettum + 2000m á rúll-hraða + 4*400m í lokin. Á milli spretta var 1mín hvíld nema hvað að við svindluðum aðeins fyrir seinni 400m lotuna og hvíldum í 2mín. 400m sprettirnir voru nokkuð hraðir, frá 80-70 sek. Þetta var geysilega góð æfing og hugmyndin er að æfa það að klára hlaup hratt. Með upphitun og niðurskokki náði æfingin nálægt 12 km.

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að skella mér í Akranes hlaupið. Ekki alveg búinn að komast að niðurstöðu en þetta verður örugglega mjög gott hlaup sem margir hlauparar ætla að mæta í og það verða örugglega bætingar á Skaganum! Nokkrir ætla að koma sér undir 36mín í 10km og svo hef ég heyrt af öðrum sem stefna á hálft maraþon. Ef ég mæti mun ég eflaust velja hálft maraþon.

Engin ummæli: