miðvikudagur, 4. maí 2005

hvíld...

Ég var orðinn frekar þreyttur í löppunum og ákvað að hvíla mig vel. Þannig að ég er ekkert búinn að hlaupa tvo síðustu daga. Ég hef slakað vel á og farið í gufuböð og heita potta í gær og í dag. Hef ekki einu sinni hjólað í vinnuna þessa tvo daga þ.a. hreyfing hefur verið í sögulegu lágmarki....

Vonandi er ég búinn að ná þreytunni úr mér og verð sprækur í Flugleiðahlaupinu á morgun. Við Símamenn ætlum að stilla upp sveit og ég held að hún verði bara nokkuð sterk, svei mér þá....

Svo er maður alltaf að heyra um fleiri og fleiri sem eru búnir að skrá sig í Berlín, sem er gott. Ég er búinn að pæla í prógrammi sem ég ætla að byrja að fylgja þegar í byrjun júní, þegar 16 vikur eru til Berlínar. Reikna með að hlaupa tvo daga tvisvar á dag rólega (mán/mið), sprettæfingu á þriðjudögum á braut en spretta á hóflegum hraða (10km keppnishraða) en reyna frekar að ná ca 8km á hverri æfingu. Ég ætla að láta fimmtudags- og laugardagsæfingar spila saman. Þ.a. aðra vikuna væri hefbundin tempóæfing á fimmtudegi og þá róleg ca 20km æfing á laugardegi og hina vikuna væri MP æfing á laugardegi og lengri (ca 20km) róleg æfing á fimmtudegi. MP vegalengdin myndi svo lengjast þegar nær dregur Berlín og ná hámarki í Brúarhlaupinu þegar ég hleyp það á MP hraða. Svo væru sunnudagarnir helgaðir löngum hlaupum og ég stefni að ná 6 hlaupum yfir 30km á tímabilinu. Þessi áætlun kemur að mestu úr RunnersWorld og á hlaupum með Þorláki og Birki. Í stuttu máli:

mán - tvær rólegar æfingar (18-20km í heildina)
þri - áfangasprettir á 10km keppnishraða (12km)
mið - tvær rólegar æfingar (18-20km)
fim - tempó / langt (12-20km)
fös - hvíld
lau - MP / langt (16-23km)
sun - Langt (20-34km)

Engin ummæli: