laugardagur, 7. maí 2005

þrjátíu komma fimm

hittumst fjórir hjá Grafarvogslauginni kl. 09.30 og fórum hefbundna leið sem mér skilst að sé leiðin sem er farin í Fjölnishlaupinu en svo beygðum við hjá golfvellinum og héldum upp í Mosó og fórum í leiðina að Úlfarfsfelli. Þar ákváðum við að fara nýja leið, meðfram Hafravatni og áfram þangað til við komum á stíg sem er rétt áður en stór og myndarleg brekka var framundan. Við stóðumst freistinguna og hlupum ekki upp brekkuna en beygðum upp stíginn sem var merktur "einkavegur". Við hossuðumst eftir stígnum og komum loks að Reynisvatni. Síðan hlupum við fínan hring í Grafarholti og að lokum hlupum við að Gullinbrú og svo út aftur að lauginni. Þetta er lengsta æfing ársins hingað til og vorum við rosalega sprækir, meðaltempóæfingarinnar var 4.30 sem er mjög gott þar sem öll leiðin er í rúllandi landslagi. Samtals þrjátíu komma fimm.

Mér finnst að ég sé búinn að hrista af mér slenið sem var yfir mér á fimmtudaginn....

Engin ummæli: