miðvikudagur, 11. maí 2005

morgunhlaup

Mættum þrjú við Vesturbæjarlaugina kl. 06.30 og hlupum 9km hringinn út á Nes.

Ég var kominn með blöðru á litlu tá í dag og var orðinn draghaltur. Skrítið að það hefur ekkert háð mér á hlaupunum síðustu daga en í morgunn þegar ég kom í vinnuna eftir morgunhlaupið gat ég varla gengið. Kíkti á meiddið þegar ég kom heim úr vinnunni og blaðran var orðinn stærri en táin sem var líka eldrauð og sjóðheit. Stakk á blöðruna og kreisti út vessa með dyggri aðstoð Sigrúnar sem setti svo plástur yfir. Ætli ég taki það ekki bara rólega á morgun og hinn og verð vel úthvíldur í Neshlaupinu með fína tá.

Engin ummæli: