1700. Æfing hjá hópnum hennar Mörthu í Laugardalnum. Eftir upphitun var farið í 4x3000m tempó hlaup á göngustígunum í Laugardalnum með 3ja mín hvíld á milli. Alveg frábær æfing sem gekk vonum framar. Meiriháttar gaman að hlaupa í dalnum í dag. Ótrúlega margir skokkhópar að æfa, veðrið eins og best verður á kosið og svo rúlluðum við æfingunni upp, frekar skynsamlega. Stefnan var að hlaupa sprettina á ca hálf maraþonhraða og gekk það meira og minna eftir. Sprettirnir voru á 10:40, 10:43, 10:40, 10:28.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli