fimmtudagur, 21. september 2006

morgunhlaup og maraþonhraðaæfing

#1 Morgunhlaup - flugvallarhringurinn. 4. morgunhlaupið í þessari viku. Sef "út" á morgun....

#2 Maraþonhraði á bretti. 10mín upphitun og svo 15km á maraþonhraða. Fyrsti kílómetrinn var á 3:55 og svo jók ég hraðann í 3:50. Hélt þeim hraða í nokkra kílómetra og hraðaði svo hægt og rólega niður í ca 3:46. Síðustu 10mín var ég duglegur að ýta á hraða takkann og tók síðasta km á 3:18. Kláraði 15km á ca 57mín. Endaði með 15mín niðurskokki. Lykilæfing í prógramminu og hún tókst frábærlega. Lyftir sjálfstraustinu....

Engin ummæli: