fimmtudagur, 7. september 2006

hraðaúthald

Tók hraðaúthaldsæfingu vikunnar á bretti. Byrjaði með 15mín upphitun og hljóp svo á 16.7 (3:35) í 25mín. 4mín pása og svo var 3km vaxandi sprettur þar sem 1km var á MP, 1km á 3:35, 1km á 3:30. Endaði á 15mín niðurskokki. Mjög góð æfing og mér leið vel allan tímann....

Kom e-r jóli á brettið við hliðina á mér. Stuttu síðar mætti einkaþjálfari sem hækkaði aðeins tempóið hjá manninum og fór að dást að þeim sem hljóp á 16.7. Maðurinn byrjaði þá að blammera að það væri ekki nema von að þessi (ég) geti hlaupið enda ekkert nema skinn og bein. Ég er orðinn þreyttur á svona athugasemdum frá svínfeitu fólki. Ég svaraði að það væri vissulega auðveldara að hlaupa ef maður er ekki með 20kg af spiki utan á sér. Hann sagði ekki mikið eftir það......

Engin ummæli: