Hljóp niður í Laugar og hitti Birki og Val. Við hlupum fyrst út í Hólmann í Elliðarárdalnum og síðan inn Fossvoginn. Byrjuðum að auka tempóið hjá Víkingsheimilinu og héldum fínu tempói það sem eftir var (ca 4.08 meðaltempó). Fórum út fyrir golfvöllinn og hlupum 2 hringi í kringum hann og þá út að Gróttu og niður Norðurströndina. Klassísk leið. Ég var búinn með minn skammt hjá JL húsinu og lullaði heim. Hljóp samtals 32km.... Fimmta +30K hlaupið í undirbúningnum og eitt eftir....
Hljóp samtals 128km í vikunni. Fjögur morgunhlaup, einn frídagur, ein sprettæfing, ein MP æfing og svo eitt langt og strangt hlaup. Já, og nokkrar rólyndisæfingar í viðbót. Ágætis samsetning....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli