laugardagur, 16. september 2006

Lengsta hlaupið

Þá var komið að lengsta hlaupinu í undirbúningnum. Byrjaði heima og hljóp niður í Laugar þar sem ég hitti Birki. Við hlupum út að Gróttu og þegar við snérum í Austuátt var stillt á ca MP og haldið inn í Nauthól. Við Nauthól var 6tíma hlaup í gangi. Við ákváðum að hlaupa 3 hringi í Pétursslaufuhringnum og sjá ofurhlauparana. Stórsniðug hugmynd að hlaupa svona hlaup í Pétursslykkjunni, verð örugglega e-n tímann með þegar það hentar. Þegar við vorum búnir með okkar hringi voru komnir um 14km á MP. Þarna skildu leiðir, ég hélt í Vestur og hljóp út í Mýrarnar á Seltjarnarnesi og þaðan krókaleið sem gaf 35km hlaup í heildina á 2:39....

Engin ummæli: