sunnudagur, 17. september 2006

Kársnes

93mín rólegt hlaup úr Vesturbænum, hringur um Kársnes, Öskjuhlíð, Perlan og heim.

Mjög góðri æfingaviku lokið. Samtals 128km með 4 hágæðaæfingum. 3x2000m á mánudag, 24-25km millilangt á þriðjudag, 11km á 3.35 á fimmtudag og svo hröð löng æfing á laugardaginn.

Óhætt að segja að undirbúningurinn gangi vel. Allt í toppstandi og ekkert að hrjá mig. Tvær erfiðar vikur eftir og svo byrjar "hvíldin". Þá dettur magnið í 100km, 60km og svo 27km + maraþonið...

Engin ummæli: