laugardagur, 30. apríl 2005

afmælishlaup.

Æfingin byrjaði hjá Breiðholtslaug og við hlaupafélagarnir lögðum af stað með ÍR-skokk kl. 0930 og fórum Heiðmerkurhringinn á ágætis rúlli. Þegar við komum til baka ákváðum við að bæta við nokkrum kílómetrum á aldeilis frábærum moldarstíg sem liggur eftst í Hólahverfinu og fórum hring utan um Hólana og komum upp hjá bensínstöðinni í Fellunum og héldum áfram þangað til við komum aftur að Fella- og Hólakirkju. Þennan legg hlupum við frekar hratt. Ég kláraði svo æfinguna hjá tengdó þar sem Sigrún beið í gallanum og hún hljóp svo heim á Mela. Æfingin mín var 25km en hefði auðvitað átt að vera 33km í tilefni þess að ég varð 33ára í dag....

1 ummæli:

Biggi sagði...

Takk fyrir það og jú, mikið rétt, það var borðað yfir sig á Austur-Indía Fjelaginu í tilefni dagsins...