Í hádeginu fórum við nokkrir á brautina í Laugardalnum. Eftir smá spjall við vallarvörðinn fengum við að æfa þar. Það virðist vera ágreiningur milli Reykjavíkurborgar og KSÍ um gæslu á vellinum og því hefur KSÍ ákveðið að loka brautinni almenningi. KSÍ ber ábyrgð á svæðinu og telur ekki vera í sínum verkahring að passa hlaupara. Veit svo sem ekki af hverju þarf að passa fólk í hlaupaskóm á tartan brautinni en vonandi finnst lausn á þessu sem fyrst.
Æfing dagsins var 3x5x400 með 1mín hvíld milli spretta og 400m skokki á milli setta. Þetta var alveg hörkuæfing og flestir sprettirnir á bilinu 1:16-1:14. Mér veitir ekki af svona æfingum til að bústa forminu upp. Með upphitun og niðuskokki var æfingin 12km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli