Góð æfing með Friðleifi og Helga í dag. Hituðum létt upp og fórum svo í Áttuna á tjaldstæðinu í Laugardalnum. Mér finnst Áttan vera einn besti stutti hringur sem völ er á. Það eru beygjur, brekkur og svo er hann frekar skjólsæll. Byrjuðum á að hlaupa 1 mín hratt og 1 rólega 15 sinnum í Áttunni. Eftir það tókum við 5 brekkuspretti í brekkunni í Áttunni. Hratt í ca 15 sek og kláruðum svo rólega upp brekkuna og niður brekkuna við hliðina. Smá niðurskokk. Mjög fín æfing. [12,3km]
Pælingin með mínútu áföngunum er að sprettirnir taki ekki mikinn toll en skili samt sem áður góðri æfingu. Brekkusprettirnir eru síðan til að styrkja skrefið og bæta hlaupastílinn. Liður í að gera maraþonskrefið léttara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli