Tvö hlaup í dag. Byrjaði daginn á því að hlaupa í vinnuna [8km].
Seinni partinn var æfing hjá Þorláki. Þetta var hraðaæfing fyrir RM og markmiðið var að vera á hraðanum á laugardaginn. Ég hljóp með Birki og Gumma Guðna. Fyrst voru 4x ca 980 m á stígunum í Laugardalnum með 400m skokki á milli (2mín). Eftir það löbbuðum við á tjaldstæðið og hlupum 4x400 með ca 200m skokki á milli. Fórum líklega örlítið hraðar en áætlaður ferðahraði á laugardaginn en aðalmálið er að æfingin var á frekar afslöppuðum hraða og enginn að sperra sig. Hljóp svo heim. Góð æfing [18km].
Á laugardaginn ætla ég að hlaupa fyrir íþróttafélagið Fjörð sem er íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði. Framlög vel þegin.
26km í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli