Ég var vel stemmdur fyrir hlaupið en vissi svo sem ekki hvernig ég kæmi undan fríinu. Bjóst ekki við miklu og aðal tilgangur hlaupsins var að ná góðu gæðahlaupi í þessu frábæra umhverfi og eiga góðar stundir með góðum félögum. Það gekk eftir nema hvað að ég var dálítið hissa á hvað ég var flatur í hlaupinu sjálfu. Fannst ég alveg hlaupa vel á köflum en varð orkulaus á nokkrum köflum og skjagaði áfram. Ekki alveg sáttur við það og kom í mark á 13mín lakari tíma en í fyrra og í 4. sæti. Þetta var ágætt stöðutékk og nú verður fókusinn skýr og greinilega nóg að gera næstu 11 vikurnar að komast í gott form fyrir Frankfurt Maraþonið.
Ég hleyp hálft í RM um næstu helgi og það lyftir vonandi forminu e-ð. Ég býst ekki við neinum bætingum þar hjá mér...a
Engin ummæli:
Skrifa ummæli