miðvikudagur, 26. september 2012

2x rólegir Neshringir

Byrjaði daginn á Neshring með Flóka og Möggu og fór svo seinnipartinn annan Neshring með Benna.  Fínasti dagur.  Var frekar þreyttur í morgun og ætlaði að láta morgunhlaupið duga en var orðinn miklu miklu sprækari seinnipartinn.  2x9km í dag.  Ánægður með það.

Hef verið að velta þvílíkt fyrir mér hvort ég eigi að skella mér til Kanaríeyja í hlaup í maí.  Rosalega flott hlaup þar sem flestir af bestu ultrahlaupurum heimsins mæta.  Transvulcania .   Held ég láti þó duga að hlaupa í Boston næsta vor en set þetta á planið 2014!  Þ.a. ef allt gengur upp þá er planið fyrir næsta ár Boston - Laugavegur - CCC.  En ætli sé ekki best að einbeita sér að einu í einu....

Engin ummæli: