laugardagur, 29. september 2012

Langt frá Suðurbæjarlaug

Friðleifur, Helgi og ég hittumst kl. 10 við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og hlupum upp í Ásland, hring kringum Hvaleyrarvatn og upp að Kaldárseli.  Þaðan héldum við til Hafnarfjarðar og skiluðum Friðleifi upp í Flensborg þar sem hann ætlaði að aðstoða við Flensborgarhlaupið.  Ég fór með Helga í útsýnistúr um heimabæinn minn og síðan hlupum við út á Álftanes og Garðarholtið til baka, meðfram strandlengjunni og í lokin bættum við smá hlykkjum með því að hlaupa Suðurgötu.  Veðrið var ægifagurt í dag og haustlitirnir í hámarki.  Varla hægt að hugsa sér betri útivist.  Formið var gott og við hlupum léttstígir allan tímann.  Ég hljóp með Camelbak pokann sem er algjör snilld og notaðist eingöngu við vatn.  Orkustig gott og eiginlega var erfiðast að hætta eftir 36km og 2:38, sem gera meðaltempó upp á 4:24 mín/km.  Virkilega ánægður með æfinguna.

Hvíldi í gær og fór í nudd til Guðbrands.

Engin ummæli: