Lengsta hlaupið í maraþonundirbúningnum var í morgun. Planið var að hlaupa í 3 tíma en við bættum nokkrum mín við til að ná 40km. Við hittumst hjá Garðabæjarlaug Flóki, Friðleifur, Helgi og ég kl. 0730. Það var frekar kalt þegar við lögðum af stað en alveg æðislega fallegt veður. Heiðskýrt og logn. Við hlupum upp grasbalann við Flatirnar og hefbundinn Heiðmerkurhring og í staðinn fyrir að fara upp á heiðina hjá hesthúsunum fórum við í gegnum Salahverfið og niður hjá golfvellinum og enduðum með að hlaupa meðfram Sjálandinu upp að Álftanesvegi og svo stefndum við aftur á laugina. Þetta var alveg frábært hlaup og algjör draumur að hlaupa í þessari blíðu. Ég drakk bara vatn á hlaupunum og fékk mér ekkert gel. Líðan var góð allan tímann og það var ekki fyrr en eftir 2:40 að ég fann fyrir vegalengdinni. Tempóið var gott og seinni helmingurinn á ca 4:15-4:20 meðalhraða. Mjög ánægður með þetta hlaup sem lofar góðu.
Síðustu 7 daga er ég búinn að hlaupa 165km og margar góðar æfingar innifaldar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli