þriðjudagur, 18. september 2012

MP tempó + KR-Skokk

Frábær 60mín maraþontempóæfing á bretti sem gekk alveg eins og í sögu.  Byrjaði á 30mín á MP og bætti svo létt vaxandi við hraðann næstu 20mín (16.5-16.8) endaði svo með 10mín þar sem hraðinn fór upp í 18.0 síðustu mínútuna.  Alltaf gaman þegar þessar lykilæfingar í maraþonundirbúningnum ganga svona vel.  Sjálfstraustið eykst við þetta - sem er gott!  [22km / 16.7km tempó]

Var með hraðasta hópinn hjá KR-Skokki í dag.  Hlupum niður að Norræna húsinu og tókum (þau) 3x1800m tempóhring í Vatnsmýrinni og Hljómskálagarðinum. Byrjað að hlaupa út frá Norræna, hlaupið að stóru brúnni, hring í Hljómskála, yfir brúna, votlendið  á malarstíg og trjábrúm, endað hjá Norræna. Skemmtilegur hringur (átta) með brekkum, beygjum og mismunandi undirlagi.  Ég horfði á og teygði.  Hefði verið gaman að taka myndir af hópnum.  [6km]

Engin ummæli: