sunnudagur, 2. september 2012

Langur sunnudagur

Hvíldi á föstudaginn og laugardaginn.  Held að mér hafi bara ekki veitt neitt af því.  Búinn að auka álagið nokkuð hratt síðustu 3 vikur og var kominn með gamalkunn álagseinkenni í hásinar.  Ekkert alvarlegt en um að gera að ná auka hvíldardegi svona einu sinni.

Ég hljóp aleinn langa hlaupið í dag, sem getur verið erfitt, en veðrið bætti það upp.  Byrjaði á að hlaupa út fyrir golfvöll (8km),  þá tók við 10km MP álagskafli inn í Fossvog, bætti við Hólmanum(2,5km) á MP álagi og hljóp svo inn í Laugardal og meðfram ströndinni heim.  Ég borðaði ekki morgunmat fyrir hlaupið og drakk bara vatn á leiðinni en engu að síður var orkustigið gott allan tímann.  Mér finnst ágætt að venja mig við að hlaupa kolvetnalaus.  Það þjálfar líkamann fyrir maraþonið. Hér er góð grein um hvernig maraþonhlauparar eiga að stilla löngu hlaupunum upp.

Leið og púls

113km í vikunni og tveir hvíldardagar.  8 vikur í Frankfurt.

Engin ummæli: