fimmtudagur, 27. september 2012

Maraþontempó - lykilæfing

Mjög vel heppnuð löng maraþontempóæfing í WC Kringlu.  Mikið einvalalið í stöðinni sem gerði æfinguna enn skemmtilegri.  Byrjaði á að hlaupa í 45 mín á MP (3:39)  svo var 25 mín létt vaxandi kafli (3:35-3:30) og ég endaði síðustu 5 mínúturnar með að detta aðeins aftur niður á MP og fór svo vaxandi upp í 3:20 síðustu mín.  Þetta gerði 75 hágæðamínútur.  Með örstuttri upphitun og niðurskokki var æfingin 23km.  Búster!

Engin ummæli: