mánudagur, 3. september 2012

Morgunskokk og tempó áfangar

Byrjaði daginn á Neshring með Flóka og síðan var brettið í Laugum mátað í hádeginu.  Frekar þægileg æfing - 6x1000m á 3:30mín/km með 1mín hvíld á milli.  Fannst við hæfi að vera með tiltölulega létta æfingu í dag þar sem langa hlaup vikunnar var í gær.  Sáttur hvað þetta gekk vel.  Spurning að halda áfram að vinna með þessa æfingu, fjölga áföngum og kannski auka hraðann í 3:25mín/km. Samtals 21km í dag.

Engin ummæli: