laugardagur, 22. september 2012

Langt með MP álagskafla

Hittumst við Laugar Flóki, Friðleifur og ég kl. 08.  Stefnan var að hlaupa 13km rólega og svo 2x(8km MP + 1600HMP) + létt niðurskokk.  Vorum viðbúnir að hlaupa MP hlutann inni ef veðrið yrði slæmt en það var fínasta veður þ.a. æfingin var öll úti.  Við byrjuðum á að hlaupa Ríkishringinn og ætli tempóið hafi ekki yfirleitt verið um 4:15-20 mín/km.  MP álagskaflinn var frá Laugum, Fossvogur, Nauthóll og inn að dælustöð og sama leið til baka.  Fljótlega eftir að ég snéri til baka varð ég mjög þreyttur og kraftlaus og stoppaði aðeins við Nauthól og reyndi síðan að ná mér aftur í gang.  Það gekk illa og stoppaði ég aftur hjá brúnni yfir Kringlumýrarbrautina.  Eftir það stopp ákvað ég að klára hlaupið á afsláttarhraða.  Fínasta æfing og allt á réttri leið þrátt fyrir að þessi æfing hafi ekki alveg gengið upp eins og hún var skrifuð.

Fór í nudd hjá Guðbrandi í gær og hvíldi hlaup.

Engin ummæli: