fimmtudagur, 6. september 2012

Tempó + KR skokk

Það var góð tempó æfing á dagskrá í dag.  2x20 mín á ca MP með 2 mín skokki á milli.  Við tókum æfinguna saman ég , Friðleifur og Helgi.  Áfangarnir voru báðir létt vaxandi og seinni áfanginn var aðeins hraðari og endaði á 3:28 mín/km tempói.  Æfingin gekk þrusuvel og formið virðist vera á réttri leið.  Gaman að því.  [17km]

Hlóp með KR skokk niður í Hljómskálagarð þar sem var fínasta æfing.  Ég var á hliðarlínunni en tók upphitunina og niðurskokkið með hópnum.  Fattaði það að ég hef hlaupið furðulega lítið í Hljómskálagarðinum.  Bæti úr því.... [5km]

Engin ummæli: